Sauna Tunnur

Sauna tunnurnar okkar eru framleiddar í Litháen. Þar hafa verið framleiddar sauna tunnur í fjölda ára. Tunnurnar eru frá 2metrum og allt upp í 5metra langar. Þær eru fáanlegar með setukrók og jafnvel sturturými. Sauna tunnurnar eru úr greni en eru einnig fáanlegar úr lerki. Saunaofnarnir koma frá fyrirtækinu Harvia í Finnlandi.Einnig bjóðum við upp á samskonar tunnur án sauna og henta þær sem gistirými eða garðskúr. Þær eru sérpantaðar eftir áherslum hvers og eins.Sauna tunnurnar eru seldar ósamsettar, en gegn auka gjaldi er hægt að fá þær samsettar.

Hefja leit