Heitir Pottar
Heitu pottarnir okkar eru fáanlegir í mörgum stærðum, frá 100cm í þvermál og allt upp í 220cm. Einnig er hægt að fá þá egglaga í nokkrum stærðum. Pottarnir eru allir um 95cm djúpir. Hliðarnar eru úr 40mm þykku greni og eru þeir hrikalega einfaldir í samsetningu. Pottana er einnig hægt að fá úr lerki. Bekkir fylgja stærri gerðum pottana og einnig er hægt að velja úr tveimur gerðum af tröppum sem koma utan við pottinn. Pottunum fylgir líka lok úr timbri. Meðal aukahluta sem hægt er að kaupa er glasa/flösku haldari.Hitarar fyrir pottinn eru annaðhvort staðsettir ofan í pottinum eða við hlið hans. Þeir eru viðarkynntir og gerðir úr ryðfríu stáli. Pottarnir eru framleiddir í Litháen. Pottarnir eru afgreidir ósamsettir, en gegn vægu gjaldi er hægt að fá þá samsetta.